99 ölvaðir flugmenn stöðvaðir

Indverjar hafa margir hverjir áhyggjur af flugöryggismálum í landinu.
Indverjar hafa margir hverjir áhyggjur af flugöryggismálum í landinu. Ljósmynd/Wikipedia

99 flugmenn hafa verið gómaðir á leið í flug undir áhrifum áfengis í Indlandi frá árinu 2011. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugmálaráðherra landsins, G.M. Siddeshwara. Reglulega þurfa áhafnarmeðlimir að gangast undir handahófskennda öryggisskoðun áður en þeir ganga um borð í flugvélar, en allir 99 flugmennirnir náðust með þessum hætti og voru tíu þeirra stöðvaðir í ár.

Tölurnar hafa vakið upp spurningar meðal Indverja um hvort flugöryggismálum sé ábótavant í landinu. Árið 2011 skók hneykslismál indverska fluggeirann þegar í ljós kom að fjölmargir flugmenn í landinu störfuðu án réttinda með því að sýna fölsuð skjöl. Í mars var jafnframt flugstjóra og áhöfn hans tímabundið vikið úr starfi fyrir stefna öryggi farþega í hættu með því að framkvæma Bollywood-danssýningu í háloftunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert