Lest með líkamsleifum margra þeirra sem fórust er farþegaþota hrapaði í Úkraínu er nú komin á leiðarenda til borgarinnar Kharkiv. Lestin lagði af stað frá Torez í gær en aðskilnaðarsinnar á svæðinu höfðu tafið ferð hennar nokkuð. Líkamsleifarnar verða nú fluttar með herflugvél til Hollands.
Vélin var skotin niður í austurhluta Úkraínu á fimmtudag. Allir sem voru um borð létust, alls 298 manns. Ekki eru lík allra þeirra sem voru um borð í vélinni í lestinni. Í frétt Sky segir að 282 lík séu í lestinni.