Hamas samþykkja ekki vopnahlé

Khaled Meshaal fer fyrir Hamas-samtökunum.
Khaled Meshaal fer fyrir Hamas-samtökunum. AFP

Leiðtogi Ham­as-sam­tak­anna seg­ir að vopna­hlé verði ekki samþykkt fyrr en efna­hags­leg­um hindr­un­um Ísra­els­manna á Gaza-svæðinu verður aflétt. Breska rík­is­út­varpið grein­ir frá þessu. Ísra­els­menn hafa aft­ur á móti þegar gefið út að þeir muni samþykkja að gera hlé á árás­un­um.

Khaled Mes­haal, leiðtogi sam­tak­anna, seg­ir að Ham­as muni neita öll­um viðræðum um vopna­hlé þar til fall­ist verður á kröf­ur þeirra.

Auk þess að fella niður efna­hags­leg­ar hindr­an­ir setja sam­tök­in skil­yrði sem lúta meðal ann­ars að því að Rafah-landa­mær­in að Egyptalandi verði opnuð og að Ísra­els­menn láti palestínska fanga lausa.

Að minnsta kosti 649 Palestínu­menn og 35 Ísra­els­menn hafa lát­ist í átök­un­um á Gaza-svæðinu síðan átök­in hóf­ust hinn 8. júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert