Segja skrokk MH17 götóttan

00:00
00:00

Eft­ir­lits­nefnd Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­un­ar Evr­ópu, ÖSE, seg­ir að bút­ar úr skrokki flug­vél­ar­inn­ar sem skot­in var niður yfir Úkraínu séu greini­lega göt­ótt­ir. Frek­ari rann­sókn þurfi hins­veg­ar til að ákv­arða af hvaða völd­um. Bresk­ir sér­fræðing­ar byrja í dag að rann­saka flug­rita vél­ar­inn­ar, sam­kvæmt BBC.

Vél­in féll til jarðar á fimmtu­dag fyr­ir viku eft­ir að hún varð fyr­ir flug­skeyti frá aðskilnaðar­sinn­um hliðholl­um Rúss­um, að því er talið er. Ótti manna er að á þeirri viku sem liðin er frá hörm­ung­un­um hafi aðskilnaðarsinn­ar átt við mögu­leg sönn­un­ar­gögn.

Eft­ir­lits­menn frá ÖSE hafa farið nokkr­um sinn­um á staðinn þar sem vél­in kom niður. Michael Bociurkiw, talsmaður eft­ir­lit­steym­is­ins, seg­ir að stór­ir hlut­ar af braki vél­ar­inn­ar, þar á meðal stélið, líti öðru­vísi út en það gerði við fyrstu skoðun. Helst líti út fyr­ir að skorið hefði verið í þá.

Erfitt að fela verks­um­merk­in

Í frétta­skýr­ingu Kjart­ans Kjart­ans­son­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram að venj­an er að slysstaðir séu lokaðir af eins og vett­vang­ur glæps þangað til rann­sókn­art­eymi nái að kanna aðstæður. Því hef­ur hins veg­ar ekki verið að heilsa í Úkraínu. Brot úr vél­inni virðast hafa dreifst yfir stórt svæði og skipt­ir sú dreif­ing máli. Hafi hlut­ar braks­ins verið færðir gæti það spillt fyr­ir rann­sókn­inni.

Engu að síður væri það ákaf­lega erfitt fyr­ir aðskilnaðarsinna að hylma yfir ábyrgð sína með því að skipta út flug­vél­ar­hlut­un­um eða fela skemmd­ir. Hafi flug­skeyti grandað vél­inni ætti rann­sókn á brak­inu að leiða það í ljós, að mati Dav­id Glea­ve, flug­mála­sér­fræðings við Loug­h­borough-há­skóla á Englandi.

Flug­rit­ar vél­ar­inn­ar bár­ust til breskra flug­mála­yf­ir­valda í gær. Þó að mögu­legt sé að eiga við þá er talið ólík­legt að hægt hafi verið að falsa gögn á þeim á svo skömm­um tíma. Robert Franc­is, vara­formaður sam­göngu­ör­ygg­is­nefnd­ar Banda­ríkj­anna, seg­ir að flug­rit­ar geti skemmst þannig að ómögu­legt sé að lesa gögn­in á þeim. Hann hafi hins veg­ar aldrei heyrt um að átt hafi verið við upp­lýs­ing­arn­ar á þeim. Litl­ar lík­ur séu á því að flug­rit­arn­ir úr malasísku vél­inni veiti ekki góðar upp­lýs­ing­ar um hvað gerðist.

Frá brotlendingarstað vélar Malaysia Airlines, flugleið MH17, á engi nærri …
Frá brot­lend­ing­arstað vél­ar Malaysia Air­lines, flug­leið MH17, á engi nærri þorp­inu Gra­bo­ve, í Do­netsk héraði. AFP
Frá brotlendingarstað vélar Malaysia Airlines, flugleið MH17, á engi nærri …
Frá brot­lend­ing­arstað vél­ar Malaysia Air­lines, flug­leið MH17, á engi nærri þorp­inu Gra­bo­ve, í Do­netsk héraði. AFP
Frá brotlendingarstað vélar Malaysia Airlines, flugleið MH17, á engi nærri …
Frá brot­lend­ing­arstað vél­ar Malaysia Air­lines, flug­leið MH17, á engi nærri þorp­inu Gra­bo­ve, í Do­netsk héraði. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert