Blóðugasta vikan í Sýrlandi

Frá átökunum í Sýrlandi.
Frá átökunum í Sýrlandi. AFP

Síðasta vika var ein sú blóðug­asta frá því að stríðið í Sýr­landi hófst fyr­ir rúm­um þrem­ur árum síðan. Talið er að yfir 1.700 manns hafa fallið í átök­um í sein­ustu viku, að því er seg­ir í frétt AFP. Millj­ón­ir manna eru jafn­framt á flótta.

Í gær náðu menn úr röðum ís­lömsku öfga­sam­tak­anna ISIS stórri her­stöð í ná­grenni borg­ar­inn­ar Ar-Raqqah í norður­hluta Sýr­lands á sitt vald. Þeir birtu hrylli­leg­ar mynd­ir af því þegar stuðnings­menn sýr­lensku stjórn­ar­inn­ar voru höfuðhöggn­ir eft­ir að bar­átt­unni um her­stöðina lauk.

ISIS hef­ur náð stór­um hluta af landsvæðinu í kring­um Ar-Raqqa und­ir sitt vald. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert