Fundu að minnsta kosti 76 lík á Gaza

AFP

Í morgun fundust að minnsta kosti 76 lík af Palestínumönnum í húsum sem hersveitir Ísraelsmanna hafa lagt í rúst á Gaza-svæðinu. Þau hafa verið færð á sjúkrahús. Búist er við að talan muni hækka nokkuð á næstu klukkutímum.

Tólf klukkutíma vopnahlé á Gaza-svæðinu tók gildi klukkan fimm í morgun. Stjórnvöld í Ísrael og Hamas-samtökin samþykktu vopnahléið í gærkvöldi en talsmaður Hamas sagði í yfirlýsingu að það hefði verið gert „af mannúðarástæðum“.

Viðræður ísraelskra stjórnvalda og Hamas um lengra og jafn­vel var­an­legt vopna­hlé standa enn yfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert