Líkamsleifar á víðavangi

Við flak MH17.
Við flak MH17. AFP

Þrátt fyr­ir að meira en vika sé síðan farþegaþota malasíska flug­fé­lags­ins Malaysia Air­lines, MH17, var skot­in niður má enn finna lík­ams­leif­ar á víðavangi á slysstaðnum í aust­ur­hluta Úkraínu. Þetta seg­ir Tony Ab­bott, for­sæt­is­ráðherra Ástr­al­íu.

Mik­ill meiri­hluti þeirra 298 farþega þot­unn­ar sem féllu í skotárás­inni var af hol­lensk­um upp­runa, um 193 manns, en 28 Ástr­al­ar voru um borð.

Ab­bott hyggst senda um 190 lög­reglu­menn og nokkra her­menn til Úkraínu til að hjálpa hol­lenska hern­um við að ná flaki þot­unn­ar úr hönd­um aðskilnaðarsinna. Hann seg­ir mik­il­vægt að sér­fræðing­ar fái aðgang að braksvæði þot­unn­ar og bend­ir á að með því að senda her­menn til Úkraínu sé hann ekki að reyna að magna átök­in í land­inu. Þeir fari og hjálpi til ein­göngu af mannúðarástæðum. 

„Aðrir geta, ef þeir vilja, blandað sér í stjórn­mála­deil­una í aust­ur­hluta Evr­ópu. Eina sem við vilj­um er að fá lík­in í okk­ar hend­ur og fljúga með þau heim,“ seg­ir for­sæt­is­ráðherr­ann.

Flogið var með fyrstu lík­in úr flugi MH17 til Hol­lands á miðviku­dag. Þó er ekki út­lit fyr­ir að tak­ist hafi að end­ur­heimta öll lík­in, enda eru lík­ams­leif­ar enn á víðavangi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert