Rússar beittir refsiaðgerðum

Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB.
Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB. AFP

Leiðtog­ar Evr­ópu­sam­bands­ins ákváðu í gær að herða refsiaðgerðir sín­ar gegn Rúss­um. Áformað er að kyrr­setja eign­ir fimmtán Rússa og átján fyr­ir­tækja til viðbót­ar við þá sem þegar eru á hinum svarta lista Evr­ópu­sam­bands­ins.

Refsiaðgerðirn­ar koma til vegna stuðnings Rússa við aðskilnaðarsinna í aust­ur­hluta Úkraínu. Helstu leiðtog­ar Evr­ópu­sam­bands­ins hafa fundað stíft und­an­farið og reynt að ná sam­komu­lagi um til hvaða aðgerða eigi að grípa. Refsiaðgerðirn­ar eru bæði póli­tísk­ar og efna­hags­leg­ar.

Al­ex­and­er Bortni­kov, yf­ir­manni rúss­nesku leyniþjón­ust­unn­ar, er nú meinað að ferðast til ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins og gild­ir það sama um Mik­hail Fra­dkov, hátt­sett­um emb­ætt­is­manni inn­an leyniþjón­ust­unn­ar og fyrr­um for­sæt­is­ráðherra Rúss­lands.

Eign­ir þeirra í evr­ópsk­um bönk­um verða jafn­framt fryst­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert