Hvers vegna Noregur?

„Skæruliðar beina sjónum sínum að Noregi, sennilega vegna þeirra alþjóðlegu …
„Skæruliðar beina sjónum sínum að Noregi, sennilega vegna þeirra alþjóðlegu aðgerða sem við höfum tekið þátt í,“ segir Hemmingby. Mynd/AFP

Margir velta eflaust vöngum yfir því hvers vegna hryðjuverkamenn skipuleggi árás á Noreg. Sænskur hryðjuverkasérfræðingur segir ástæðuna mögulega vera að Noregur er sú NATO-þjóð sem auðveldast sé að ráðast á. Fleiri sérfræðingar segja svipaða sögu. 

„Hryðjuverkamenn gætu litið til Noregs því þeir líta svo á að auðvelt sé að ráðast á landið miðað við önnur ríki í NATO. Norðmenn hafa tekið þátt í stríðinu í Afganistan í langan tíma,“ segir Magnus Ranstorp, sem starfar hjá sænska herskólanum. 

Norðmenn eru í viðbragðsstöðu eftir að öryggisdeild norsku lögreglunnar fékk upplýsingar um að sýrlenskir hryðjuverkamenn skipulegðu árás á landið. 

„Norðmenn eru hluti af NATO og í nánu samstarfi við Bandaríkjamenn. Við höfum tekið þátt í stríðinu í Afganistan í mörg ár og stöndum fyrir margt af því sem einhverjir íslamistar fyrirlíta,“ segir Per Christian Gundersen hjá norska herskólanum, en Gundersen er sérfræðingur í málefnum Sýrlands. 

Cato Hemmingby, hryðjuverkasérfræðingur hjá lögregluskólanum í Noregi, segir að skæruliðar beini að öllum líkindum sjónum sínum að hinu opinbera, annaðhvort einstaklingum eða heilum ráðuneytum eða stofnunum. Annar möguleiki sé að þeir geri árás á samgöngumannvirki. 

„Skæruliðar beina sjónum sínum að Noregi, sennilega vegna þeirra alþjóðlegu aðgerða sem við höfum tekið þátt í,“ segir Hemmingby. 

Sjá frétt Verdens gang

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert