Ísraelar hefja árásir að nýju

Kona sér hvernig sprengja hefur farið með heimili hennar á …
Kona sér hvernig sprengja hefur farið með heimili hennar á Gaza-svæðinu. Mynd/AFP

Ísraelar tilkynntu í dag um að þeir mundu hefja árásir á Gaza-svæðið að nýju í dag. Er um að ræða bæði loftárásir og landhernað. Lýkur þar með vopnahléinu sem staðið hefur að mestu leyti í sólarhring. Lýkur vopnahléinu eftir að herskáir íslamistar skutu sprengjum á Suður-Ísrael. 

„Vegna sprengjuárása Hamas-liða í vopnahléinu sem samþykkt var í mannúðarskyni, munum við hefja að nýju land-, sjó- og flughernað okkar í Gaza,“ skrifaði fulltrúi ísraelska hersins á Twitter í dag. Þá skrifaði hann einnig: „Ísraelski herinn hvetur íbúa Gaza til þess að halda sig frá átakasvæðunum.“

Að sögn ísraelska hersins skutu íslamistar sjö sprengjum í átt að landinu í gær þrátt fyrir að Ísraelar hefðu samþykkt framlengingu á vopnahléinu. Hamas-liðar fyrir sitt leyti ekki samþykkt framlenginguna. Tvær af sprengjunum voru skotnar niður af varnarkerfi Ísraela og hinar fimm lentu á opnum svæðum og gerðu ekki skaða. 

Talsmaður Hamas-samtakanna hefur sagt að ef til vopnahlés eigi að koma, verði ísraelski herinn að yfirgefa Gaza og leyfa þúsundum manna að snúa aftur til heimila sinna. Skilyrðin sem ísraelsk stjórnvöld hafa sett, séu ekki ásættanleg, segir talsmaðurinn í sms-i til fjölmiðla. 

Sjá frétt CNN

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert