Talíbanar drepa fimmtán manns

Frá Afganistan.
Frá Afganistan. Mynd/AFP

Skæruliðar úr röðum Talíbana myrtu 15 ferðalanga í Afganistan í nótt. Tvær litlar rútur voru stöðvaðar í Ghor-héraðinu og farþegum skipað að koma út. Þegar fólkið kom út var það skotið til bana. 

Fórnarlömbin tilheyra Hazara-þjóðflokknum sem er minnihlutahópur í Afganistan, og hefur átt undir högg að sækja frá Talíbönum. Á meðal hinna látnu eru þrjár konur og eitt barn auk nýgifts pars. 

Abdul Hai Khatibi, talsmaður héraðsstjóra Ghor-héraðs segir að árásarmennirnir hafi beðið fólkið um að stilla sér upp í eina línu, og þar næst skotið það, eitt eftir öðru. Einum manni hafi tekist að flýja af svæðinu. 

Morðum á óbreyttum borgurum hefur fjölgað mikið á þessu ári. Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum hafa um 5 þúsund óbreyttir borgarar verið drepnir á fyrstu sex mánuðum ársins. Er það nær 25% aukning frá sama tímabili í fyrra. 

Ghor-hérað hefur verið nokkuð friðsælt undanfarið og kom árásin mörgum á óvart. 

Sjá frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert