Hafna fríverslun við Kanada

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. AFP

Stjórn­völd í Þýskalandi ætla ekki að leggja bless­un sína yfir fríversl­un­ar­samn­ing á milli Evr­ópu­sam­bands­ins og Kan­ada sem er á loka­metr­un­um. Þetta full­yrðir þýska dag­blaðið Süddeutsche Zeit­ung sam­kvæmt frétt Reu­ters. Samn­ing­ur­inn við Kan­ada er af mörg­um álit­inn fyr­ir­mynd­in að fyr­ir­huguðum fríversl­un­ar­samn­ingi á milli ESB og Banda­ríkj­anna. Öll ríki sam­bands­ins þurfa að staðfesta samn­ing­inn.

Þýska blaðið hef­ur eft­ir ónafn­greind­um hátt­sett­um emb­ætt­is­manni hjá fram­kvæmda­stjórn ESB að þýska rík­is­stjórn­in gæti ekki samþykkt fríversl­un­ar­samn­ing­inn við Kan­ada eins og hann væri núna. Einkum kæmi þar til ákvæði sem gerði fyr­ir­tækj­um kleift að fara í mál við rík­is­stjórn­ir sem aðild eiga að samn­ingn­um ef sett eru lög sem ganga gegn hon­um. Hliðstætt ákvæði í fyr­ir­huguðum fríversl­un­ar­samn­ingi á milli ESB og Banda­ríkj­anna hef­ur einnig verið harðlega gagn­rýnt.

„Fríversl­un­ar­samn­ing­ur­inn við Kan­ada er prófraun á samn­ing­inn við Banda­rík­in,“ er haft eft­ir emb­ætt­is­mann­in­um. Ef samn­ingn­um við Kan­ada yrði hafnað „þá er samn­ing­ur­inn við Banda­rík­in líka dauður.“ Fram kem­ur í frétt­inni að þýsk stjórn­völd telji slíkt ákvæði ekki nauðsyn­legt en þau hafa lýst hliðstæðri af­stöðu í tengsl­um við viðræðurn­ar við Banda­rík­in. ESB hef­ur hins veg­ar haldið því fram að kanadísk fyr­ir­tæki myndu ekki fjár­festa inn­an sam­bands­ins án slíkt ákvæðis.

Frétt Reu­ters

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert