Vakta moskur í Ósló

Lögreglan hefur m.a. vaktað sérstaklega lestarstöðvar í Ósló.
Lögreglan hefur m.a. vaktað sérstaklega lestarstöðvar í Ósló. AFP

Norska lögreglan vaktar sérstaklega moskur í Ósló í dag vegna yfirvofandi hryðjuverkaógnar. Síðdegis hefur lögreglan boðað til blaðamannafundar um málið.

Sérstök öryggisgæsla var við moskur í höfuðborginni í morgun er margir tóku þátt í helgiathöfnum í tengslum við trúarhátíð múslíma, en nú er lokið föstumánuðinum ramadan. Þetta kemur fram í frétt Aftenposten.

Lög­regl­an hafði heim­ild­ir fyr­ir því að skæru­liðar hefðu farið frá Sýr­landi í síðustu vik­u til þess að vinna hryðju­verk, að öll­um lík­ind­um í Nor­egi, og það jafn­vel í dag, mánu­dag.

Lögreglan er enn með mikinn viðbúnað vegna málsins en Benedicte Björ­ne­land, for­stöðumaður ör­ygg­is­deild­ar norsku lög­regl­unn­ar, sagði þó í gær að minni hætta væri á hryðjuverkum í landinu á næstu dögum en í fyrstu var talið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert