Eldur logar í orkuveri Gaza

Frá Gaza.
Frá Gaza. AFP

Útlit er fyrir að raforka á Gaza verði enn af skornari skammti eftir að Ísraelsher réðst á eina raforkuver svæðisins í morgun. Skotið var úr skriðdrekum á raforkuverið með þeim afleiðingum að eldur kviknaði eldsneytistönkum. Gríðarmikinn og kolsvartan reyk leggur yfir svæðið. 

Fyrir árásina á raforkuverið nutu íbúar Gaza rafmagns í um þrjár klukkustundir á hverjum sólarhring. Óvíst er með áhrif árásar Ísraelshers í morgun en Jamal Dardasawi, talsmaður fyrirtækisins sem rekur raforkuverið, telur að áhrifin verði að minnsta kosti þau að skammtur rafmagns minnki enn frekar.

Árásin í morgun kemur í kjölfar einnar blóðugustu nætur á Gaza síðan átök hófust fyrir þremur vikum. Talið er að meira en sextíu Palestínumenn hafi látið lífið í árásum Ísraelshers úr lofti, af landi og hafi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert