Almennir borgarar í Úkraínu hlaupa undir bagga með stjórnvöldum við fjármögnun stríðsátakanna í austurhluta landsins. Fjármagn og ýmsar byrgðir berast stjórnarhernum í gegnum Facebooksíður, vefsíður, textaskilaboð og sjálfboðaliðasamtök í landinu.
Tæpum mánuði eftir að Viktor Yanukovych forseti flúði til Rússlands gaf varnarmálaráðuneytið út opinbera bón um aðstoð, en hervarnir landsins voru ekki taldar sterkar. Þar sem úkraínska herinn vantaði ýmsan grundvallarbúnað tóku aðgerðarsinnar víðsvegar um heiminn til þess ráðs að safna og senda framlög til hersins.
Næstu fjóra mánuðina safnaðist jafngildi 11,7 milljón bandaríkjadala fé, eða meira en 1,3 milljarðir króna, til handa úkraínska hersins, samkvæmt heimildum BBC. Þar á meðal voru 2,8 milljónir dollara greiddir í gegnum sms-sendingar til sérstaks númers sem ráðuneytið lét setja í notkun.
Um þetta fjallar BBC, fréttastofa breska ríkisútvarpsins.