Konur hlæi ekki hátt á almannafæri

Bulent Arinc er varaforsætisráðherra Tyrklands í ríkisstjórnar Recep Tayyip Erdogan.
Bulent Arinc er varaforsætisráðherra Tyrklands í ríkisstjórnar Recep Tayyip Erdogan. AFP

Konur eiga ekki að hlæja hátt á almannafæri, ættu að vita hvað er viðeigandi og hvað ekki. Ræða aðstoðarforsætisráðherra Tyrklands, Bulent Arinc, í dag hefur vakið mikla athygli en þar fór hann yfir ýmislegt sem má, að hans mati, betur fara í tyrknesku samfélagi.

Fordæmdi hann meðal annars mikla notkun bifreiða og sagði hann að jafnvel þó að áin Níl væri full af eldsneyti væri ekki til nóg til fólk kæmist leiðar sinnar, ef miðað væri við akstur landsmanna í dag.

Þá sagði hann einnig að konur notuðu snjallsíma sína of mikið. „Þær verja mörgum klukkustundum í að leita að uppskriftum,“ sagði hann og bætti við að fólk ætti heldur leggja símana til hliðar og ræða saman. 

Leiðrétt 30.07: Í upphaflegu fréttinni var ranglega sagt að ræðan hefði verið flutt af forsætisráðherra Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan. Hið rétt er að það var varaforsætisráðherrann Bulent Arinc sem flutti ræðuna umdeildu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert