Evrópusambandið hefur samþykkt víðtækar efnahagsþvinganir gegn Rússlandi með það fyrir augum að yfirvöld í Moskvu breyti um stefnu í Úkraínu. Aðgerðirnar eru víðtækari en þær aðgerðir sem höfðu áður verið kynntar, svo sem með frystingu eigna og takmörkun á ferðum ákveðinna einstaklinga.
Nýju aðgerðirnar fela meðal annars í sér takmarkanir á fjármálageirann, varnarmál og orkugeirann, en þetta á að auka kostnað rússneska ríkisins við áframhaldandi stuðning þess við uppreisnarmenn í Úkraínu.