Átökin héldu áfram í nótt

Sprengjur Ísraelshers eru sagðar hafa grandað fjölda Palestínumanna í nótt, þar á meðal að minnsta kosti sextán manns sem höfðu leitað skjóls í skóla Sameinuðu þjóðanna á svæðinu.

Í frétt AFP-fréttaveitunnar kemur fram að tíu meðlimir sömu fjölskyldunnar hafi látið lífið í borginni Khan Yunis og þá var miðaldra maður myrtur snemma í morgun í borginni Rafah.

Tæplega þrjátíu Palestínumenn hafa því fallið í dag og hafa þannig 1.260 Palestínumenn látið lífið í hernaðaraðgerðum Ísraelshers á Gaza-svæðinu. 

Ófriðurinn á Gaza heldur áfram.
Ófriðurinn á Gaza heldur áfram. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert