Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, viðurkenndi í dag að bandarísk stjórnvöld hefðu beitt fanga pyndingum í kjölfar árásanna 11. september 2001.
„Við beittum fólk pyndingum“ (e. „we tortured some folks“) sagði Obama þegar hann svaraði fyrir yfirheyrsluaðferðir leyniþjónustunnar fyrir öldungadeild bandaríkjaþingsins. Skýrslu um yfirheyrsluaðferðirnar er að vænta á næstu vikum.
Obama sagði mikilvægt að hafa í huga hversu skelfingu lostnir bandaríkjamenn hefðu verið í kjöfar árásanna. Þó sagði hann mikilvægt að Bandaríkin standist eigin kröfur.
Þá sagðist hann bera fullt traust til John Brennan, yfirmanns leyniþjónustunnar, en hann hefur beðið öldungardeildarþingmenn afsökunar á því að hafa rannsakað tölvur þeirra sem sjá um rannsóknina án heimildar.