Ebólu-veiran hefur nú í fyrsta skipti komið til Bandaríkjanna svo vitað sé. Það gerðist þegar einkaþota með tvo sýkta heilbrigðisstarfsmenn, lækninn Kent Brantly og hjúkrunarkonunan Nancy Writbol, lenti í Bandaríkjunum.
Þotan lenti 15:50 á Dobbins herflugvellinum í Atlanta að íslenskum tíma, en þotan hafði verið sérútbúin til að koma í veg fyrir að ebólu-veiran gæti smitast áfram.
Á myndskeiði sem var tekið úr fjarska sést þotan aka inn í flugskýli, þar sem sjúkrabíll og fylgdarlið bíða hennar. Sjúklingunum var svo ekið á einangrunardeild Emory háskólasjúkrahússins í Atlanta. Margar bandarískar sjónvarpsstöðvar sýndu beint frá því þegar sjúkrabíllinn ók frá flugvellinum að sjúkrahúsinu.
Mál þeirra hefur vakið mikla athygli eftir að Brantly óskaði þess að Writebole fengi eina skammtinn sem til var af bóluefni frekar en hann.
Þau verða lögð inn á Emory háskólasjúkrahúsið í Atlanta í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum síðar í dag. „Góðu fréttirnar eru að flugvélin er komin í loftið. Ekki er þó vitað hvenær hún lendir,“ sagði Bruce Johnson, stjórnandi samtakanna. „Það er hughreystandi að vita að annað þeirra sé nú á leiðinni.“
Að minnsta kosti 729 manns hafa látist af völdum veirunnar frá því í mars.