Halda áfram þótt þeir eyði göngum Hamas

Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels - Hernaður mun halda áfram eftir …
Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels - Hernaður mun halda áfram eftir öryggisþörfum Ísraels, að sögn Netanyahu AFP

Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, segir að hernaður muni halda áfram á Gaza eftir öryggsþörfum Ísrael jafnvel þótt takist að taka úr umferð öll göng Hamas samtakanna. Þá sagði hann að samtökin myndu borga „óbærilegt verð“ fyrir árásir sínar á Ísrael. 

Þessi orð féllu um sviðað leyti og vonir fóru hverfandi um vopnahlésviðræður í Egyptalandi.

1.655 Palestínumenn, aðallega borgarar, og 65 Ísraelsmenn, allt hermenn nema tveir, hafa látist síðan átök hófust fyrir rúmum þremur vikum. Taílensur verkamaður lést einnig í Ísrael. Auk þess hafa um 8.900 Palestínumenn slasast, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gaza.

Þá hafa stríðandi fylkingar áfram skipst á skotum á meðan Ísraelsmenn reyna að hafa uppá hermanninum Hadar Goldin, sem hvarf á föstudag.

Fjölmargar tilraunir til vopnahlés hafa átt sér stað síðan loftárásir hófust 8. júlí, og síðar landhernaður, en engin hefur enst. Báðar hliðar ásaka hina um að vanvirða vopnahlé. 

Fréttastofa breska ríkisútvarpsins, BBC, greinr frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert