Sjö létust þegar Ísraelsher sprengdi skóla

Átökin á Gaza hafa staðið í 27 daga.
Átökin á Gaza hafa staðið í 27 daga. AFP

Að minnsta kosti sjö létu lífið þegar Ísraelsher sprengdi skóla á vegum Sameinuðu þjóðanna á suðurhluta Gaza í dag. Skólinn hýsti fólk sem þegar var á hrakhólum vegna árása Ísraelshers. 30 til viðbótar særðust.

Á sama tíma berast fregnir af því að Ísraelsher sé að draga úr landhernaði á Gazasvæðinu. Herinn hefur kallað til baka hluta hersveita sinna og komið öðrum fyrir á nýjum svæðum. Aðgerðir gegn Hamas munu þó halda áfram, segir talsmaður hersins.

„Við erum að skipta um gír, en aðgerðirnar halda áfram,“ segir Peter Lerner, ofursti í ísraelska hernum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert