Ebólu-veiran í Nígeríu

Að minnsta kosti 826 eru látnir af völdum ebólunnar.
Að minnsta kosti 826 eru látnir af völdum ebólunnar. AFP

Ebólu-veir­an er kom­in til Níg­er­íu en yf­ir­völd staðfestu í dag að lækn­ir í borg­inni Lagos sem sinnti ebólu-sjúk­ling­um væri sýkt­ur af veirunni. Er þetta annað staðfesta til­fellið í þess­ari stærstu borg lands­ins.

Að sögn heil­brigðisráðherra sinnti lækn­ir­inn sjúk­ling­um í Líb­eríu. Hann sagði að sjö­tíu aðrir sem hefðu um­geng­ist lækn­inn á síðustu dög­um væru nú und­ir eft­ir­liti og hafa átta þeirra verið sett­ir í sótt­kví í Lagos.

Hinn maður­inn sem smitaðist hét Pat­rick Sawyer og starfaði fyr­ir fjár­málaráðuneytið í Líb­eríu en hann smitaðist áður en hann fór til Lagos á fund með öðrum emb­ætt­is­mönn­um. Hann var milli­lenti í Tógó en þegar hann lenti í Lagos þann 20. júlí var hann orðinn sýni­lega veik­ur og lést hann í sótt­kví þann 25. júlí. Sjúkra­hús­inu þar sem hann lést var lokað ótíma­bundið í síðustu viku

Að minnsta kosti 826 eru nú látn­ir af eból­unni og 1.440 hafa smit­ast í Gín­eu, Líb­eríu og Síerra Leo­ne.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert