Ebólu-veiran er komin til Nígeríu en yfirvöld staðfestu í dag að læknir í borginni Lagos sem sinnti ebólu-sjúklingum væri sýktur af veirunni. Er þetta annað staðfesta tilfellið í þessari stærstu borg landsins.
Að sögn heilbrigðisráðherra sinnti læknirinn sjúklingum í Líberíu. Hann sagði að sjötíu aðrir sem hefðu umgengist lækninn á síðustu dögum væru nú undir eftirliti og hafa átta þeirra verið settir í sóttkví í Lagos.
Hinn maðurinn sem smitaðist hét Patrick Sawyer og starfaði fyrir fjármálaráðuneytið í Líberíu en hann smitaðist áður en hann fór til Lagos á fund með öðrum embættismönnum. Hann var millilenti í Tógó en þegar hann lenti í Lagos þann 20. júlí var hann orðinn sýnilega veikur og lést hann í sóttkví þann 25. júlí. Sjúkrahúsinu þar sem hann lést var lokað ótímabundið í síðustu viku
Að minnsta kosti 826 eru nú látnir af ebólunni og 1.440 hafa smitast í Gíneu, Líberíu og Síerra Leone.