Endurskoða vopnaútflutning til Ísraels

Gríðarlegt mannfall hefur orðið í árásum Ísraelshers á Gaza.
Gríðarlegt mannfall hefur orðið í árásum Ísraelshers á Gaza. AFP

Bretar endurskoða nú leyfi til vopnaútflutnings frá landinu til Ísraels í ljósi gríðarlegs mannfalls í árásum Ísraelsmanna á Gaza. Vopnaútflutningur til Ísraels að verðmæti um 42 milljóna breskra punda hefur verið samþykktur af breskum yfirvöldum frá árinu 2010 samkvæmt opinberum tölum, en þar er aðallega um að ræða íhluti í skotfæri, dróna og vopnaðar bifreiðar. 

„Við vinnum nú að endurskoðun alls útflutnings til Ísrael til þess að geta staðfest að við teljum hann enn viðeigandi,“ sagði talskona forsætisráðherrans Davids Cameron í dag, en ákvörðun um endurskoðunina var tekin í síðustu viku. 

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, lýsti því yfir í dag að árásum Ísraelshers á Gaza myndi ekki linna fyrr en “öryggi íbúa Ísraels hefði verið tryggt”. Yfir 1.800 Palestínumenn hafa nú fallið í átökunum og 67 Ísraelsmenn, þar af 64 hermenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert