Grunur um ebólusmit í New York

Maðurinn er nú í algjörri einangrun og gengst undir rannsóknir.
Maðurinn er nú í algjörri einangrun og gengst undir rannsóknir. AFP

Maður var lagður inn á sjúkrahús í New York borg í dag, en talið er mögulegt að hann sé smitaður af ebóla-veirunni. Maðurinn hefur þjáðst af einkennum sem svipar til smits auk þess sem hann ferðaðist nýlega til lands í Vestur-Afríku samkvæmt tilkynningu frá sjúkrahúsinu, en ekki var tilgreint hvert landið væri.

Hann er nú í algjörri einangrun og gengst undir ýmsar rannsóknir þar sem reynt er að komast að rótum einkennanna. Fram kom í tilkynningunni að öll nauðsynleg skref væru tekin til að tryggja öryggi annarra sjúklinga, starfsfólks og gesta sjúkrahússins. 

Einkenni ebólusmits eru m.a. hár hiti, uppköst, mikill höfuðverkur og eymsli í vöðvum. 

Bandaríski læknirinn Kent Brantly er smitaður af veirunni, en hann dvelur nú á Emory- háskólasjúkrahúsinu í borginni Atlanta í Georgíuríki Bandaríkjanna. Hann virðist vera á batavegi samkvæmt læknum á sjúkrahúsinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert