Aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands hefur sagt af sér vegna stefnu breskra stjórnvalda í Gaza-deilunni.
Barónessann Sayeeda Warsi, sem er ættuð frá Pakistan, skrifaði á Twitter: „Mér þykir mjög leitt að tilkynna að í morgun skrifaði ég forsætisráðherranum og tilkynnti honum afsögn mína. Ég get ekki lengur stutt stefnu stjórnarinnar í málefnum Gaza.“
Foreldrar Warsi voru pakistanskir innflytjendur. Hún tók sæti í lávarðadeildinni árið 2007.
Hún tók sæti í stjórn Camerons árið 2010.