Slæðuleysi fréttaþular vekur reiði

Mikil reiði ríkir meðal sjónvarpsáhorfenda eftir atvikið.
Mikil reiði ríkir meðal sjónvarpsáhorfenda eftir atvikið. Ljósmynd/Youtube.com

Mikil reiði ríkir meðal sádi-arabískra sjónvarpsáhorfenda eftir að kvenkyns fréttaþulur flutti sjónvarpsfréttir án höfuðslæðu á dögunum. Fréttaþulurinn flutti fréttir frá bresku útibúi fréttastofunnar Al Ekhbariya. Þetta kemur fram í frétt The Independent

Konur hafa komið fram án höfuðslæðu í sjónvarpi í landinu í undantekningartilfellum, en þá eingöngu í sjónvarpsþáttum ríkissjónvarpsstöðvarinnar, en ekki í fréttatímum. Strangar reglur landsmanna um klæðaburð gera ráð fyrir því að konur séu „sómasamlega“ klæddar, jafnan með slæðu og í síðum kufli. 

Talsmaður sjónvarpsstöðvarinnar lýsti því yfir að konan hefði verið í Bretlandi þegar hún flutti fréttirnar, en „brot“ af þessu tagi yrðu ekki liðin innan Sádi-Arabíu. Hann ítrekaði jafnframt að allt kapp yrði lagt á að koma í veg fyrir að slíkt atvik endurtæki sig.

Frétt The Independent

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert