Vopnahlé hófst á Gaza í morgun

Gríðarlegt mannfall hefur orðið í árásum Ísraelshers á Gaza.
Gríðarlegt mannfall hefur orðið í árásum Ísraelshers á Gaza. AFP

Þriggja sólarhringa vopnahlé hófst á Gazaströndinni klukkan fjögur í morgun. Þetta tilkynnti talsmaður ísraelska hersins í morgun. Nóttin var sú rólegasta frá því að árásir Ísraela hófust fyrir tæpum mánuði, eða 8. júlí sl.

Skömmu áður en vopnahléið hófst gerðu Ísraelsmenn þó árásir á Gaza og á meðan heyrðust loftvarnarflautur í Jerúsalem og Tel Aviv. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert