Þolinmæði heimsins á þrotum

Sameinuðu þjóðirnar munu aðstoða við endurbyggingu Gaza eftir átök síðustu vikna en í síðasta skiptið. Þetta kom fram í ávarpi Ban Ki-moon, framkvæmdarstjóra Sameinuðu þjóðanna í dag.

„Þessi tilgangslausa hringrás þjáningar í Gaza og á Vesturbakkanum, og í Ísrael, verður að linna,“ sagði hann jafnframt. 

Ki-moon bætti við að þolinmæði heimsins sé á þrotum gagnvart Ísraels- og Palestínumönnum. „Þurfum við að halda svona áfram? Byggja og skemma, byggja og skemma?“ spurði framkvæmdarstjórinn.

Síðustu fjórar vikur hafa 1875 Palestínumenn látist í aðgerðum Ísraelshers á Gaza. Jafnframt hafa látist 67 Ísraelsmenn látið lífið og 1,8 milljónir Palestínumanna þurft að yfirgefa heimili sín. 

Umsamið þriggja sólarhringa vopnahlé á Gaza hélt í dag, annan daginn í röð. Sendinefndir Ísraels og Palestínu búa sig nú undir fundarhönd í Kaíró þar sem reynt verður að semja um áframhaldandi vopnahlé.

Ban Ki-moon, framkvæmdarstjóri Sameinuð u þjóðanna.
Ban Ki-moon, framkvæmdarstjóri Sameinuð u þjóðanna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert