Maðurinn ekki með ebólu

Maðurinn var í algjörri einangrun á meðan rannsóknum stóð.
Maðurinn var í algjörri einangrun á meðan rannsóknum stóð. AFP

Maður­inn sem lagður var inn á spít­ala í New York borg á mánu­dag­inn, grunaður um að hafa smit­ast af ebólu, er ekki sýkt­ur af veirunni. Talsmaður Mount Sinai spít­al­ans, þar sem maður­inn ligg­ur, staðfesti þetta í dag. 

„Ástand manns­ins er stöðugt og hann er á bata­vegi. Hann verður áfram í um­sjá lækna okk­ar og hjúkr­un­ar­fræðinga,“ sagði m.a. í til­kynn­ing­unni. 

Mann­in­um hef­ur verið haldið í ein­angr­un síðan á mánu­dag­inn. Maður­inn gekkst und­ir ýms­ar rann­sókn­ir sem hafa nú sýnt að hann er ekki með ebólu-vírus­inn. 

Sam­kvæmt frétt tíma­rits­ins Time kom maður­inn á spít­al­ann á mánu­dag­inn með ein­kenni sem líkt­ust ein­kenn­um ebólu en hann var með háan hita og maga­verki. Maður­inn hafði ný­lega ferðast til Vest­ur-Afr­íku. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert