Maðurinn ekki með ebólu

Maðurinn var í algjörri einangrun á meðan rannsóknum stóð.
Maðurinn var í algjörri einangrun á meðan rannsóknum stóð. AFP

Maðurinn sem lagður var inn á spítala í New York borg á mánudaginn, grunaður um að hafa smitast af ebólu, er ekki sýktur af veirunni. Talsmaður Mount Sinai spítalans, þar sem maðurinn liggur, staðfesti þetta í dag. 

„Ástand mannsins er stöðugt og hann er á batavegi. Hann verður áfram í umsjá lækna okkar og hjúkrunarfræðinga,“ sagði m.a. í tilkynningunni. 

Manninum hefur verið haldið í einangrun síðan á mánudaginn. Maðurinn gekkst undir ýmsar rannsóknir sem hafa nú sýnt að hann er ekki með ebólu-vírusinn. 

Samkvæmt frétt tímaritsins Time kom maðurinn á spítalann á mánudaginn með einkenni sem líktust einkennum ebólu en hann var með háan hita og magaverki. Maðurinn hafði nýlega ferðast til Vestur-Afríku. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka