Rússar óánægðir með Ólympíuskákmótið

Frá Ólympíuskákmótinu í Tromsö
Frá Ólympíuskákmótinu í Tromsö Mynd/Skáksambandið

Rússar hafa ákveðið að stefna mótshöldurum Ólympíuskákmótsins fyrir dómstólum. Mótið fer fram í Tromsö þessa dagana. Ástæðan fyrir stefnunni er sú að rússneska kvennasveitin fékk upprunalega ekki þátttökuheimild eftir að hafa skráð sig of seint. Þurftu Rússar að ráða lögfræðinga til þess að gæta hagsmuna sinna í málinu, og svo fór að sveitin fékk að lokum þátttökuheimild. 

Lögfræðikostnaðurinn sem um ræðir er um 1,2 milljónir norskra króna, eða um 22 milljónir íslenskar. 

Upprunalega fengu tíu skáksveitir ekki þátttökuheimild í mótinu eftir að hafa skráð sig of seint. Forseti FIDE, Alþjóðlega skáksambandsins, er Rússinn Kirsan Ilyumzhinov. Hann greip þá í taumana og vék þeirri ákvörðun til hliðar og hleypti öllum tíu liðunum inn keppnina. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert