Bretar íhuga þátttöku í árásum

Margir sjítar í Írak hafa skráð sig í herinn til …
Margir sjítar í Írak hafa skráð sig í herinn til þess að berjast gegn ISIS-samtökunum. Mynd/AFP

Michael Fallon, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði í gær að Bretar muni taka þátt í að aðstoða flóttamenn í Írak sem hraktir hafa verið frá heimilum sínum af ISIS-samtökunum. Þá íhuga Bretar einnig að taka þátt í árásum Bandaríkjamanna á skæruliðana. 

Á fundi í varnarmálaráðuneytinu í gær, tilkynnti Fallon að Bretar muni veita 8 milljón punda fjárhagsaðstoð til flóttamannanna, og að þeir muni taka þátt í að koma neyðaraðstoð til þeirra flugleiðis. Á fundinum ræddi hann ekki þátttöku í árásum, en heimildir The Telegraph herma að til þess geti komið. David Cameron, forsætisráðherra, hefur ekki rætt ástandið í Írak við Barack Obama, Bandaríkjaforseta. Hins vegar hafa staðið yfir viðræður á milli varnarmálaráðuneyta ríkjanna um samstarf í landinu stríðshrjáða. 

Bandaríkjamenn hófu í gær loftárásir á hersveitir ISIS-samtakanna til þess að koma flóttamönnum til bjargar. ISIS-liðar hafa á undanförnum dögum hneppt marga óbreytta borgara í norðurhluta Íraks í þrældóm 

Sjá frétt The Telegraph

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert