Ed Miliband, formaður breska verkamannaflokksins, segir að flokkurinn muni reyna hvað sem hann getur til að koma í veg fyrir að Skotar geti haldið áfram að nota breska pundið sem gjaldmiðil, ef Skotland verður sjálfstætt ríki.
Sex vikur er þangað til haldin verður þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Skotland eigi að vera sjálfstætt ríki eftir að hafa verið hluti af Bretlandi í 307 ár.
Alistair Darling, þingmann Verkamannaflokksins og fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands
Skoski þjóðarflokkurinn, undir forystu Alex Salmonds, vill að sjálfstætt Skotland haldi breska pundinu en breska stjórnin hefur sagt að það komi ekki til greina. Salmond átti undir högg að sækja í kappræðum á milli hans og Alistair Darlings, þingmanns Verkamannaflokksins og fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, fyrr í vikunni þegar Darling þráspurði hann um hvaða gjaldmiðil sjálfstætt Skotland ætti að hafa.
Salmond fullyrti að bresk stjórnvöld myndu breyta afstöðu sinni og semja um myntbandalag ef sjálfstæði yrði samþykkt.
Salmond vitnaði í viðtal þar sem sem Darling lét þau orð falla að myntbandalag væri „rökrétt og æskilegt“ en Darling tók fram að hann hefði í sama viðtali lagt áherslu á að slíkt fyrirkomulag krefðist pólitísks bandalags. Salmond hafði einnig eftir ónafngreindum ráðherra í London að sú ákvörðun fjármálaráðherra Bretlands að útiloka myntbandalag við Skotland væri aðeins „brella í baráttunni“ og breska stjórnin myndi semja um myntbandalag ef Skotar lýstu yfir sjálfstæði.