Óttast stríð á milli Rússlands og Úkraínu

Úkraínskir landamæraverðir við landamærin að Rússlandi.
Úkraínskir landamæraverðir við landamærin að Rússlandi. AFP

Varnarmálaráðuneyti Rússlands hafnaði því í dag að rússneskir bryndrekar hafðu farið yfir landamærin að Úkraínu. Stjórnvöld í Kænugarði tilkynntu í dag að úkraínskt stórskotalið hefði ráðist á rússneska bryndreka sem farið hefðu yfir landamærin. Atlantshafsbandalagið (NATO) ásakaði Rússa í kjölfarið um að auka á spennuna á svæðinu.

Fram kemur í frétt AFP að óttast sé að til styrjaldar gæti komið á milli Úkraínu og Rússlands í kjölfar málsins en ríkin hafa einnig átt í deilum að undanförnu um bílalest með hjálpargögn sem Rússar hafa viljað senda til austurhluta Úkraínu. Bæði ráðamenn í Kiev og vestræn ríki telja að hergögn kunni að vera í bifreiðunum. Rússar hafa neitað því. Bílalestin er við landamærin að Úkraínu.

Vestrænir leiðtogar hafa krafist þess að Rússar virtu fullveldi Úkraínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert