Þrír hafi reynt að ræna mæðgurnar

Líki Sheilu von Wiese Mack hafði verið troðið í ferðatösku …
Líki Sheilu von Wiese Mack hafði verið troðið í ferðatösku skilin var eftir í leigubíl. Af heimasíðu St. Regis hótelsins á Balí

Heather Mack, nítján ára dóttir Sheilu von Wiese-Mack, sem grunuð er um að hafa orðið móður sinni að bana, hefur nú gengist undir geðrannsókna á Balí í Indónesíu. Hún grætur við yfirheyrslur og segir að þrír menn hafi reynt að ræna hana og móður hennar.

Lík Sheilu fannst hálfklætt í ferðatösku fyrir utan St. Regis hótelið en Heather og kærasti hennar, fóru sjálf með töskuna niður í anddyri hótelsins. Kærustuparið var handtekið sl. miðvikudag.

Lögregla trúir ekki sögu Heather og segir að sönnunargögn bendi til þess að sagan sé ekki sönn. Lögregla hefur þó ekki hugmynd um hvað bjó að baki morðinu.

Unga fólkið fór ekki í leigubílinn eftir að hafa skilað töskunum af sér í anddyri hótelsins. Leigubílstjórinn kannaði því innihald taskanna og kom líkið þá í ljós. Talið er að Sheila hafi verið lamin ítrekað með barefli.

Parinu hefur fengið lögfræðinga sér til aðstoðar. Heather neitar þó að tjá sig og hefur beðið um bandarískan lögfræðing.

Lögregla kom 86 sinnum að heimili mæðgnanna Sheilu von Wiese-Mack og dóttur hennar, Heather Mack, í Oak Park í úthverfi Chicago á árunum 2004 til 2013 

Frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert