Ebóluviðvörun í Alicante

Strandborgin Alicante er höfuðborg Alicante héraðs á Costa Blanca ströndinni.
Strandborgin Alicante er höfuðborg Alicante héraðs á Costa Blanca ströndinni. Ljósmynd/Wikipedia

Spænsk heilbrigðisyfirvöld hafa virkjað ebóluviðvörun í Alicante-héraði. Ástæðan er innlögn ungs Nígeríumanns á sjúkrahús á svæðinu, en að sögn yfirvalda glímir hann við nokkur einkenni veirunnar, þ. á m. háan hita og uppköst. Þetta kemur fram í frétt Sky News.

Vika er síðan spænskur prestur sem smitaðist af ebólaveirunni við störf sín í Líberíu lést á sjúkrahúsi í Madríd. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur að 1.145 manns hafi látist í faraldrinum síðustu fimm mánuði, en flestir hafa látið lífið í Líberíu. Í nótt réðust vopnaðir menn inn í einangrunarstöð fyrir ebólusmitaða sjúklinga í Monróvíu, höfuðborg landsins, eins og fram kom í frétt mbl.is.

Frétt Sky News

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert