Saka Rússa um að vopna aðskilnaðarsinna

AFP

Stjórnvöld í Úkraínu sökuðu Rússa í dag um að hafa sent frekara herlið inn í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar væru við völd. Þar á meðal færanlega eldflugaskotpalla. Haft er eftir talsmanni ráðamanna í Kænugarði að undanfarinn sólarhring hafi farartæki með hergögn verið send yfir landamærin og þar á meðal þrjá Grad-eldflaugaskotpalla.

Úkraínski herinn tók í dag borgina Lugansk sem verið hafði á valdi aðskilnaðarsinna í landinu. Gert er ráð fyrir að viðræður hefjist í Berlín höfuðborg Þýskalands síðar í dag á milli fulltrúa Rússa og Úkraínumanna en haft er eftir Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, að hann vonaðist til þess að niðurstaða þeirra yrði varanlegt vopnahlé í Úkraínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert