Aðskilnaðarsinnar skutu í morgun niður úkraínska herþotu yfir austurhluta Úkraínu samkvæmt frétt AFP.
Haft er eftir talsmanni úkraínska hersins að orrustuþota af gerðinni MiG-29, sem hafði verið send til þess að gera árás á stóran hóp vopnaðra aðskilnaðarsinna, hafi verið skotin niður. Flugmaðurinn hafi hins vegar náð að skjóta sér út úr þotunni og í kjölfarið verið bjargað af úkraínskum hermönnum.