Íslamska ríkið ógn við Bretland

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, segir í grein í breska dagblaðinu Sunday Telegraph í dag að framsókn Íslamska ríkisins í Sýrlandi og Írak sé bein ógn við Breta og að þeir verði að beita öllum hernaðarlegum úrræðum til þess stöðva hana. Hann segist hins vegar ekki vera þeirrar skoðunar að senda eigi breska hermenn til Íraks. Hins vegar væri hann reiðubúinn að skoða samstarf við Íran til þess að stöðva Íslamska ríkið.

Cameron segir vestræn ríki standa frammi fyrir baráttu sem standa eigi eftir kynslóðum saman. Ef ekki verði tekið á málinu núna og framsókn Íslamska ríkisins stöðvuð verði það einingis öflugara og geti ráðist gegn óbreyttum borgurum í Bretlandi. Hann sé sammála því að forðast eigi að senda breskar hersveitir til að berjast við liðsmenn Íslamska ríkisins en hins vegar verði að grípa til langtímaáætlana í baráttunni við það.

Bretar verði í því sambandi að vinna með ríkjum eins og Sádi Arabíu, Katar, Egyptalandi, Tyrklandi og hugsanlega jafnvel Íran. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert