Tryggja verði öryggi Ísraels

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, við upphaf ríkisstjórnarfundar í morgun.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, við upphaf ríkisstjórnarfundar í morgun. AFP

Stjórnvöld í Ísrael eru ekki reiðubúin að fallast á varanlegt vopnahlé við Hamas-samtökin nema öryggi landsins verði tryggt.

Þetta sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, í dag en stefnt hefur verið að því að halda viðræðum um mögulegt varanlegt vopnahlé áfram í dag í Kaíró höfuðborg Egyptalands.

Ráðherrann vísar þar einkum til eldflaugaárása Hamas og fleiri samtaka herskárra Palestínumanna á Ísrael. „Einungis ef skýr niðurstaða fæst varðandi þörf Ísraels fyrir öryggi getum við fallist á að reynt verði að ná samkomulagi,“ sagði Netanyahu við upphaf ríkisstjórnarfundar í Jerúsalem í morgun samkvæmt frétt AFP.

Ísrael og Hamas-samtökin samþykktu á miðvikudag fimm daga vopnahlé. Vonir standa til þess að hægt verði að semja um varanlegt vopnahlé áður en það rennur út.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert