Hamas verði að leggja niður vopn

Liðsmenn Hamas-samtakanna.
Liðsmenn Hamas-samtakanna. AFP

Boðað var til neyðarfundar utanríkisráðherra Evrópusambandsins á föstudaginn vegna stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafsins. Var niðurstaða fundarsins sú að til þess að hægt yrði að koma á vopnahléi á milli Ísraels og Hamas-samtakanna yrðu samtökin og önnur samtök herskárra Palestínumanna að afvopnast.

Önnur forsenda þess að hægt yrði að koma á vopnahléi væri ennfremur sú að lífsgæði almennra borgara á Gaza-ströndinni bötnuðu í grundvallaratriðum. Evrópusmabandið myndi taka til skoðunar þann möguleika að grípa til alþjoðlegra aðgerða til þess að opna landamærin á milli Gaza-strandarinnar annars vegar og Ísraels og Egyptalands hins vegar. Fréttavefurinn Euobserver.com greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert