Tveir fórust þegar lestir skullu saman

Wikipedia/Nikkul

Tveir létu lífið og tveir aðrir slösuðust þegar tvær flutningalestir skullu saman í Arkansas-ríki í Bandaríkjunum í gærmorgun. Slysið átti sér stað í bænum Hoxie í norausturhluta ríkisins um klukkan átta að íslenskum tíma.

Fram kemur í frétt AFP að talið sé að hinir látnu hafi allir verið starfsmenn um borð í lestunum. Eldur braust út í kjölfar þess að lestirnar skullu saman og komst hann meðal annars í lestarvagn sem innihélt áfengi.

Ennfremur segir að um 500 manns hafi verið fluttir af svæðinu í kringum þann stað þar sem slysið varð en fengu síðar að snúa aftur þegar eldurinn hafði verið slökktur og ekki var lengur talin hætta á ferðum. Hafin er rannsókn á slysinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert