„ISIS verður að tortíma“

John Kerry.
John Kerry. AFP

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er afdráttarlaus á Twittersíðu sinni í garð ISIS samtakanna, Ríkisins Íslam:

„ISIS verður að rústa/verður tortímt“ segir utanríkisráðherrann á Twittersíðu sinni. Líklegt er að þessi hörðu viðbrögð ráðherrans komi í kjölfar þess að meðlimir samtakanna tóku bandaríska blaðamanninn James Foley af lífi.

Með aftökunni vilja samtökin koma í veg fyrir frekari loftárásir Bandaríkjahers á vígamenn samtakanna. Fyrr í dag sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, að allt útlit væri fyrir að sá sem tók Foley af lífi sé Breti, en greina má sterkan, breskan hreim í máli böðuls Foley.

Miðað við viðbrögð utanríkisráðherrans verður að telja ólíklegt að Bandaríkjamenn muni láta undan kröfum Ríkisins Íslam og hætta loftárásum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert