John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er afdráttarlaus á Twittersíðu sinni í garð ISIS samtakanna, Ríkisins Íslam:
ISIL must be destroyed/will be crushed.
— John Kerry (@JohnKerry) August 20, 2014
„ISIS verður að rústa/verður tortímt“ segir utanríkisráðherrann á Twittersíðu sinni. Líklegt er að þessi hörðu viðbrögð ráðherrans komi í kjölfar þess að meðlimir samtakanna tóku bandaríska blaðamanninn James Foley af lífi.
Með aftökunni vilja samtökin koma í veg fyrir frekari loftárásir Bandaríkjahers á vígamenn samtakanna. Fyrr í dag sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, að allt útlit væri fyrir að sá sem tók Foley af lífi sé Breti, en greina má sterkan, breskan hreim í máli böðuls Foley.
Miðað við viðbrögð utanríkisráðherrans verður að telja ólíklegt að Bandaríkjamenn muni láta undan kröfum Ríkisins Íslam og hætta loftárásum sínum.