Hamas rændi unglingunum

Liðsmenn Hamas-samtakanna.
Liðsmenn Hamas-samtakanna. AFP

Hátt­sett­ur meðlim­ur í Ham­as-sam­tök­un­um hef­ur viður­kennt að vopnaður arm­ur sam­tak­anna hafi komið að því að ræna þrem­ur ísra­elsk­um ung­lings­pilt­um í júní sem varð upp­hafið að átök­un­um sem nú geisa fyr­ir botni Miðjarðar­hafs­ins. Ung­ling­arn­ir fund­ust síðar látn­ir og ljóst að þeir hefðu verið myrt­ir.

Fjallað er um málið á frétta­vef norska rík­is­út­varps­ins NRK. Þar seg­ir að Sa­leh al-Arouri hafi viður­kennt aðkomu Ham­as-sam­tak­anna á fundi með ís­lömsk­um fræðimönn­um í Tyrklandi. Hann sagði verknaðinn hafa verið hetju­dáð. Al-Arouri er tal­inn vera einn af stofn­end­um vopnaðs arms Ham­as, Qassam-her­deild­anna. 

Ham­as hef­ur til þessa neitað að tjá sig um morðin á ung­lings­pilt­un­um en stjórn­völd í Ísra­el hafa full­yrt að sam­tök­in hafi staðið á bak við þau.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert