Hamas rændi unglingunum

Liðsmenn Hamas-samtakanna.
Liðsmenn Hamas-samtakanna. AFP

Háttsettur meðlimur í Hamas-samtökunum hefur viðurkennt að vopnaður armur samtakanna hafi komið að því að ræna þremur ísraelskum unglingspiltum í júní sem varð upphafið að átökunum sem nú geisa fyrir botni Miðjarðarhafsins. Unglingarnir fundust síðar látnir og ljóst að þeir hefðu verið myrtir.

Fjallað er um málið á fréttavef norska ríkisútvarpsins NRK. Þar segir að Saleh al-Arouri hafi viðurkennt aðkomu Hamas-samtakanna á fundi með íslömskum fræðimönnum í Tyrklandi. Hann sagði verknaðinn hafa verið hetjudáð. Al-Arouri er talinn vera einn af stofnendum vopnaðs arms Hamas, Qassam-herdeildanna. 

Hamas hefur til þessa neitað að tjá sig um morðin á unglingspiltunum en stjórnvöld í Ísrael hafa fullyrt að samtökin hafi staðið á bak við þau.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert