Mesta ógn Bandaríkjanna

Chuck Hagel, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og formaður bandaríska herráðsins, Martin Dempsey, …
Chuck Hagel, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og formaður bandaríska herráðsins, Martin Dempsey, á blaðamannafundi í gær. AFP

Sam­tök­in Ríki íslams er mesta ógn sem Banda­rík­in hafa staðið frammi fyr­ir und­an­far­in ár, að sögn banda­rískra stjórn­valda.

Varn­ar­málaráðherra Banda­ríkj­anna, Chuck Hag­el, seg­ir að loft­árás­ir Banda­ríkja­manna hafi hægt á fram­gangi sam­tak­anna í Írak en bú­ast mætti við því að þau myndu efl­ast á ný.

Mart­in Demps­ey, for­seti banda­ríska her­ráðsins, seg­ir að ekki sé hægt að stöðva Ríki íslams án þess að ráðst til at­lögu við búðir þeirra í Sýr­landi. Fyrr í vik­unni birtu sam­tök­in mynd­skeið þar sem liðsmaður þeirra sést taka banda­ríska blaðamann­inn James Foley af lífi.

BBC grein­ir frá því að form­leg rann­sókn sé haf­in á dauða Fo­leys og var­ar dóms­málaráðherra Banda­ríkj­anna, Eric Holder, morðingja hans við því að Banda­rík­in gleymi ekki svo glatt. 

Líkt og fram hef­ur komið reyndi sér­sveit á veg­um banda­ríska hers­ins að bjarga Foley og fleiri banda­rísk­um gísl­um úr haldi í Sýr­landi án ár­ang­urs. Ríki íslams reyndi að fá greidd­ar 100 millj­ón­ir evra í lausn­ar­fé fyr­ir Foley fyr­ir nokkru.

Á blaðamanna­fundi í gær lýsti Hag­el Ríki íslams sem yf­ir­vof­andi hættu. Sam­tök­in væru miklu meira en hryðju­verka­hóp­ur. Ríki íslams hafi yfir hug­mynda­fræði að ráða og hernaðarkænsku. Sam­tök­in séu gríðarlega fjár­mögnuð og þetta allt sam­an sé eig­in­lega langt um­fram það sem hingað til hef­ur sést. 

Í Bretlandi leit­ar nú lög­regla og leyniþjón­ust­an upp­lýs­inga um mann­inn sem kem­ur fram í mynd­skeiðinu og tek­ur Foley af lífi.

Óstaðfest­ar fregn­ir herma að maður­inn, sem tal­ar með bresk­um hreim, komi frá Lund­ún­um eða suðaust­ur­hluta Eng­lands. Í mynd­skeiðinu er því hótað að ann­ar Banda­ríkjamaður verði tek­inn af lífi ef banda­ríski her­inn hætti ekki loft­árás­um á búðir Rík­is íslams í norður­hluta Íraks. Ekki hef­ur verið farið að þeim ósk­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert