Telja sig vita hver böðullinn er

James Foley árið 2011.
James Foley árið 2011. Mynd/AFP

Breskir fjölmiðlar telja sig nú hafa fundið út hver böðull James Foleys er. Aftaka Foleys var tekin upp á myndband af fulltrúum Ríkis íslams (IS). Það vakti athygil að böðull Foleys talar í myndbandinu með breskum hreim og telja fjölmiðlar sig nú hafa komist að því að um sé að ræða 23 ára gamlan mann að nafni Abdel Majed Abdel Barry sem starfaði áður sem plötusnúður í Bretlandi. 

Maðurinn sem um ræðir er talinn hafa búið í lúxusíbúð í vesturhluta Lundúna áður en hann ákvað í fyrra að berjast fyrir Ríki íslam og fluttist til Mið-Austurlanda. Að sögn breskra fjölmiðla hefur maðurinn áður birt af sér mynd á samfélagsmiðlum þar sem hann heldur á afhöggnu höfði. 

Talið er að nokkrir breskir ríkisborgarar séu á meðal skæruliða IS. Eru þeir annálaðir fyrir grimmd sína og segja fyrrverandi fangar samtakanna að þeir hafi verið svo grimmir að einu sinni hafi yfirmaður þeirra gripið í taumana og sagt þeim að róa sig. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka