Telja sig vita hver böðullinn er

James Foley árið 2011.
James Foley árið 2011. Mynd/AFP

Bresk­ir fjöl­miðlar telja sig nú hafa fundið út hver böðull James Fo­leys er. Af­taka Fo­leys var tek­in upp á mynd­band af full­trú­um Rík­is íslams (IS). Það vakti at­hygil að böðull Fo­leys tal­ar í mynd­band­inu með bresk­um hreim og telja fjöl­miðlar sig nú hafa kom­ist að því að um sé að ræða 23 ára gaml­an mann að nafni Abdel Maj­ed Abdel Barry sem starfaði áður sem plötu­snúður í Bretlandi. 

Maður­inn sem um ræðir er tal­inn hafa búið í lúxus­í­búð í vest­ur­hluta Lund­úna áður en hann ákvað í fyrra að berj­ast fyr­ir Ríki íslam og flutt­ist til Mið-Aust­ur­landa. Að sögn breskra fjöl­miðla hef­ur maður­inn áður birt af sér mynd á sam­fé­lags­miðlum þar sem hann held­ur á af­höggnu höfði. 

Talið er að nokkr­ir bresk­ir rík­is­borg­ar­ar séu á meðal skæru­liða IS. Eru þeir ann­álaðir fyr­ir grimmd sína og segja fyrr­ver­andi fang­ar sam­tak­anna að þeir hafi verið svo grimm­ir að einu sinni hafi yf­ir­maður þeirra gripið í taum­ana og sagt þeim að róa sig. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert