Með 19 milljónir í laun á mánuði

Wikipedia

Fjór­ir full­trú­ar í fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, sem setið hafa tíma­bundið í henni frá því síðastliðið vor, fá sam­tals 500 þúsund evr­ur í heild­ar­laun hver fyr­ir fjög­urra mánaða vinnu eða sem nem­ur rúm­um 19 millj­ón­um króna á mánuði.

Full­trú­arn­ir, þau Mart­ine Reicherts frá Lúx­emburg, Jacek Dom­inik frá Póllandi, Fer­d­in­ando Nelli Feroci frá Ítal­íu og Jyrki Katain­en frá Finn­landi, tóku all­ir sæti tíma­bundið í fram­kvæmda­stjórn­inni eft­ir að kosn­ing­arn­ar til Evr­ópuþings­ins í lok maí þar sem fjór­ir full­trú­ar sem áður höfðu setið í henni voru kjörn­ir á þingið.

Frá þessu grein­ir þýska tíma­ritið Der Speig­el. Nú­ver­andi fram­kvæmda­stjórn­in læt­ur af störf­um í haust en ný tek­ur við 1. nóv­em­ber og sit­ur næstu fimm árin.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka