Fjórir fulltrúar í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem setið hafa tímabundið í henni frá því síðastliðið vor, fá samtals 500 þúsund evrur í heildarlaun hver fyrir fjögurra mánaða vinnu eða sem nemur rúmum 19 milljónum króna á mánuði.
Fulltrúarnir, þau Martine Reicherts frá Lúxemburg, Jacek Dominik frá Póllandi, Ferdinando Nelli Feroci frá Ítalíu og Jyrki Katainen frá Finnlandi, tóku allir sæti tímabundið í framkvæmdastjórninni eftir að kosningarnar til Evrópuþingsins í lok maí þar sem fjórir fulltrúar sem áður höfðu setið í henni voru kjörnir á þingið.
Frá þessu greinir þýska tímaritið Der Speigel. Núverandi framkvæmdastjórnin lætur af störfum í haust en ný tekur við 1. nóvember og situr næstu fimm árin.