Hafa áhyggjur af yfirgangi Rússa

Leiðtogar Evrópusambandsins (ESB) segjast hafa miklar áhyggjur af yfirgangi Rússa í Úkraínu. Leiðtogar ESB ræða nú hvort grípa eigi til hertra refsiaðgerðra gagnvart rússneskum stjórnvöldum. 

Að loknum ráðherrafundi sem fram fór í Mílanó í dag, hvatti Catherine Ashton, utanríkismálastjóri ESB, Rússa til að draga herlið sitt frá Úkraínu, að því er segir á vef BBC.

Leiðtogar ESB munu hittast á fundi í Brussel í dag til að ræða möguleg viðbrögð. 

Rússar neita því alfarið að rússneskar hersveitir berjist við hlið aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkráinu. 

Ashton segir hins vegar, að ESB hafi miklar áhyggjur af stöðunni og beinum yfirgangi rússneskra hersveita. Hún hvatti Rússa til að hætta að flytja vopn, búnað og mannskap til Úkraínu. 

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir að sambandið muni standa við sína sannfæringu og hvatti til pólítískrar lausnar á deilunni áður en ástandið færi á versta veg og ekki yrði aftur snúið.

Barroso lét ummælin falla eftir að hafa fundað með Petro Porosénkó, forseta Úkraínu, í Brussel, en forsetinn mun taka þátt á ráðstefnunni í dag. 

Porosénkó segir að Úkraína sé fórnarlamb hernarðaraðgerða og ógnar, en hann segir ð mörg hundruð rússneskir skriðdrekar séu í landinu og mörg þúsund hermenn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert