Íhuga frekari refsiaðgerðir gegn Rússum

Úkraínskir hermenn skjóta flugskeytum á uppreisnarmenn í Donetsk-héraði í gær.
Úkraínskir hermenn skjóta flugskeytum á uppreisnarmenn í Donetsk-héraði í gær. AFP

Leiðtogar Evrópusambandsins munu hittast á fundi í Brussel í Belgíu í dag til að ræða frekari refsiaðgerðir gagnvart rússneskum stjórnvöldum, en Rússar eru sakaðir um að hafa sent hersveitir inn í Úkraínu til að berjast við hlið aðskilnaðarinna, að því er segir á vef BBC.

Rússnesk stjórnvöld neita þessum ásökunum. 

Leiðtogar ESB hafa sagt að það verði að senda Rússum skýr skilaboð um að draga verði úr óróanum í austurhluta Úkraínu.

Stríðsátökin í Úkraínu hófust í apríl eftir að Rússar höfðu innlimað Krím í mars. Talið er að um 2.600 hafi látist í bardögum í héruðunum Donetsk og Lúgansk í austurhluta landsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert