Fjöldamótmæli í Hong Kong

Lýðræðissinnar í Hong Kong heita því að berjast gegn ákvörðun kínverskra stjórnvalda sem gerir þeim kleift að stjórna því hverjir frambjóðendur verða fyrir kosningarnar árið 2017. Fjöldamótmæli hafa staðið yfir í Hong Kong í dag.

Samkvæmt ákvörðun stjórnvalda, verður það hlutverk sérstakrar nefndar að leggja blessun sína yfir frambjóðendurna.

Lýðræðissinnar í Kína eru fokreiðir út í kínversk stjórnvöld enda hafa þeir beðið lengi eftir frjálsum kosningum. Mótmælendur á vegum Occupy Central hreyfingarinnar í Hong Kong heita því að berjast gegn þessum úrskurði kínverskra stjórnvalda og ætla sér að taka yfir ákveðin svæði Hong Kong í mótmælaskyni.

Fjöldamótmæli í Hong Kong

Á sunnudaginn síðasta hópaðist fólk saman fyrir framan byggingu borgaryfirvalda í Hong Kong til þess að mótmæla úrskurðinum og vekja athygli borgaryfirvalda sem koma til með að setja fram lagafrumvarp byggt á úrskurði kínverskra stjórnvalda.

Ef frumvarpið verður sett fram líkt og úrskurður kínverskra stjórnvalda segir til um geta kjósendur kosið um tvo til þrjá frambjóðendur í kosningunum sem samþykktir hafa verið af sérstakri nefnd á vegum stjórnvalda.

Þingmennirnir Lee Cheuk-yan og Emily Lau Wai-hing hafa lýst yfir óánægju sinni með ákvörðun stjórnvalda og gangrýna kosningarnar sem þau segja ekki lengur frjálsar. Kínversk yfirvöld telja kosningarnar hins vegar vera skref upp á við og telja frjálsar kosningar þar sem allir geta boðið sig fram leiða til óreiðu.

Þá vara kínversk stjórnvöld önnur lönd við því að skipta sér af stefnu þeirra.

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert